/

Deildu:

Auglýsing

Þing Golfsambands Íslands fer fram helgina 20.-21. nóvember í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fyrri þingdagurinn verður tileinkaður málþingi um golfíþróttina en á laugardaginn verður hefðbundin dagskrá á golfþinginu sem fram fer á tveggja ára fresti.

Yfirskrift málþingsins, sem hefst kl. 17.00, föstudaginn 20. nóvember er Framtíð golfíþróttarinnar. Fer það fram í fyrirlestrarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Að málþinginu loknu verður þinginu skipt upp með tvennum hætti.

Fyrst verður umfjöllun um svokallaða fyrirtækja golfklúbba og tengsl þeirra við golfhreyfinguna í nútíð og framtíð. Einar Örn Jónsson, frá Golfklúbbi Orkuveitunnar, mun kynna sjónarmið þeirra kylfinga sem velja það fyrirkomulag að vera í fyrirtækjaklúbbum og í kjölfarið verða pallborðsumræður.

Í þeim munu taka þátt Einar Örn Jónsson frá Orkuveitunni, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Hlynur Geir Hjartarson frá Golfklúbbi Selfoss og Gunnar Ingi Björnsson frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

[pull_quote_left]Á síðari hluta málþingsins mun Lodewijk M. Klootwijk framkvæmdastjóri EGCOA
(European Golf Course Owners Association) flytja erindi. Samtökin kynntu á síðasta ári
afar áhugaverða stefnumörkun og sýn þeirra á framtíð golfíþróttarinnar í Evrópu. A loknu erindinu mun Lodewijk stýra vinnustofu og umræðum um framtíð golfíþróttarinnar.[/pull_quote_left]

Dagskrá málþings um Framtíð golfíþróttarinnar

Staðsetning: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ.
Tímasetning: Föstudaginn 20. nóvember.
17:00 Ávarp forseta GSÍ, Haukur Örn Birgisson.
17:10 Fyrirtækjaklúbbar á Íslandi, Einar Örn Jónsson Golfklúbbi Orkuveitunnar.
Pallborðsumræður.
18:00 Kaffihlé
18.10 Framtíð golfíþróttarinnar, Lodewijk M. Klootwijk framkvæmdastjóri EGCOA​.
18:20 Þingfulltrúm skipt í vinnuhópa. Umsjón Lodewijk M. Klootwijk.
19:00 Samantekt og niðurstöður vinnuhópa
19.30 Áætluð lok

Dagskrá golfþings

Staðsetning: Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Tímasetning: Laugardaginn 21. nóvember

9:45 Kjörbréf afhent starfsmönnum þingsins.
10:00 Gengið til aðalfundarstarfa samkvæmt lögum GSÍ.

1. Þingsetning
2. Innganga nýrra golfklúbba
3. Kosning í þriggja manna í kjörbréfanefnd, nefndin skal yfirfara kjörbréf og
4. Kosning fyrsta og annars þingforseta
5. Kosning fyrsta og annars þingritara
6. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína, stefnumótun GSÍ
7. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga GSÍ
8. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga
9. Kosning kjörnefndar og skipað í starfsnefndir þingsins.
10. Stjórnin leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta starfstímabil, ásamt tillögum
11. Lagðar fram lagabreytingar sem stjórninni hafa borist með löglegum
12. Teknar til umræðu aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar
13. Nefndir starfa

Kl. 12:30 Hádegisverður (nefndir starfa í þinghlé)
Kl. 15:00 Þingstörfum fram haldið samkvæmt dagskrá

14. Nefndaálit og tillögur. Umræður og atkvæðagreiðsla um lagabreytingar og
15. Önnur mál.
16. Álit kjörnefndar
17. Kosning stjórnar sbr. 9. gr.
18. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara
19. Kosning þriggja manna og þriggja til vara í golfdómstól. Sama fjölda í gera grein fyrir störfum sínum áður en 7. dagskrárliður hefst.
20. Kosning fulltrúa og varafulltrúa GSÍ á Íþróttaþing ÍSÍ.
21. Þingslit.GSI_logo_RGB-HighRes

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ