/

Deildu:

Stjórn Leynis við upphafið á Íslandsmótinu 2015. Þórður Emil Ólafsson formaður er í pontu.
Auglýsing

Stjórnin endurkjörinn – hótelbygging með félagsaðstöðu rædd á aðalfundi GL

Rekstur Golfklúbbsins Leynis gekk vel rekstrarárið 2015 en þetta kom fram á aðalfundi GL sem fram fór þriðjudaginn 1. desember. Formaður fór yfir skýrslu og starf klúbbsins, gjaldkeri fór yfir reikninga klúbbsins og kynnti rekstraráætlun ársins 2015. Þar kom fram veltan 89.6 mkr. samanborið við tæpar 75.5 mkr. árið 2014 og jókst um 24% milli ára. Rekstrargjöld voru rúmar 86.3 mkr. samanborið við rúmar 67.2 mkr. árið 2014. Rekstrarhagnaður klúbbsins var 3.3 mkr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir.

Á fundinum kom fram að reksturinn hefði gengið vel á 50 ára afmælisári klúbbsins en af nógu var að taka og bar þar hæst Íslandsmótið í golfi sem fram fór í júlí. Félagsmönnum og velunnurum var m.a. boðið í afmælisveislu 15.mars, gefið var út afmælisblað í júní, og haldin voru afmælismót fyrir velunnara/styrktaraðila og félagsmenn sem tókust afar vel. Sumarið í ár byrjaði seint sökum seinni opnunar á vellinum og kulda tíðar í maí og byrjun júní en eftir það brast á hið besta veður og lék við kylfinga þetta sumarið.

Þórður Emil Ólafsson á aðalfundi GL.
Þórður Emil Ólafsson á aðalfundi GL

Í skýrslu stjórnar kom fram hvað öflugt félagsstarf er hjá Leyni og hefur sömuleiðis mikil sjálfboðaliðavinna hjálpað til við að gera góðan klúbb enn betri og eiga félagsmenn miklar þakkir skilið.

Í rekstraráætlun fyrir árið 2016 var lagt til að félagsgjöld yrðu hækkuð í samræmi við almenna verðlagsþróun og var það samþykkt.

Stjórn Leynis var endurkjörin en hana skipa Þórður Emil Ólafsson formaður, Hannes Marinó Ellertsson, Eiríkur Jónsson, Hörður Kári Jóhannesson, Berglind Helgadóttir og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Félagsmenn í Leyni eru 410 og fjölgaði úr 390 frá árinu 2014 eða um 5%. Fjölgun varð í spiluðum hringjum milli ára og voru spilaðir um 18.750 hringir samanborið við 18.200 hringi árið 2014. Fjölbreytt mótahald var á vegum GL í sumar með blöndu af innanfélagsmótum, opnum mótum og GSÍ mótum sem töldu 50 talsins.

Björn og Aron fengu viðurkenningar
Þórður Emil og Aron.
Þórður Emil og Aron

Viðurkenningar voru að venju veittar. Guðmundar og Óðinsbikarinn, var veittur Birni Viktori Viktorssyni fyrir góðan árangur á mótaröðum GSÍ en Björn Viktor endaði tímabilið í öðru sæti á áskorendamótaröð GSÍ.

Aron Máni Alfreðsson fékk háttvísisverðlaun GSÍ en þau eru veitt ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem Leynir vill sjá í afreksefnaunglingum sínum. Hafþór Pétursson fékk viðurkenningu fyrir mestu forgjafarlækkun hjá Leyni en Hafþór lækkaði úr 36,0 í 12,4 á árinu 2015.

Þórður Emi og Björn Viktor.
Þórður Emi og Björn Viktor

Tillaga var borin upp af tveimur félagsmönnum um að stjórn Leynis taki upp fyrri áætlanir um að koma á laggirnar byggingu golfhótels sem einnig inniheldur félagsaðstöðu, vinnuaðstöðu og veitingarekstur fyrir GL. Umræður fóru fram um ágæti þessarar tillögu. [quote_box_left]Í framhaldi hennar var borin upp breytingatillaga af Þórði Emil formanni Leynis sem hljóðaði eftirfarandi: “Stjórn GL verði falið að stofna starfshóp um bætta félagsaðstöðu. Starfshópur verði settur saman af félagsmönnum GL. Nefndin skili niðurstöðum um bætta félagsaðstöðu á vormánuðum 2016“. Breytingartillaga var samþykkt af aðalfundi.[/quote_box_left]

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ næstu fjögur árin – kveðja frá ÍSÍ og ÍA

Hafsteinn Pálsson fulltrúi framkvæmdastjórnar ÍSÍ afhenti gæðaviðurkenningu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands til Leynis þess efnis að klúbburinn er fyrirmyndarfélags ÍSÍ næstu fjögur árin en Leynir fékk þessa viðurkenningu fyrst árið 2009 og var um endurnýjun að ræða. Hafsteinn flutti kveðjur frá ÍSÍ.
Sigurður Arnar Sigurðsson formaður Íþróttabandalags Akraness afhenti viðurkenningu og styrk til Leynis fyrir frábært uppbyggingar- og sjálfboðastarf 2015. Í máli Sigurðar kom m.a. fram hvað öflugt félagsstarf er mikilvægt hverju íþróttafélagi og hvað vel hefur tekist til á undanförnum árum hjá Leyni. Sigurður Arnar flutti kveðjur frá framkvæmdastjórn ÍA.

Valdís fékk styrk vegna lokaúrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina

Þórður Emil formaður Leynis afhenti styrk til Valdísar Þóru atvinnukylfing og tók móðir hennar Pálína Alfreðsdóttir við styrknum fyrir hennar hönd en Valdís Þóra er um þessar mundir stödd á Florída við æfingar og undirbúning fyrir úrtökumót LET Access mótaraðarinnar sem fram fer í Marokkó nú í desember.

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ