Aldurstakmörk lækkuð í 50 ár í keppnum eldri kylfinga karla hjá EGA - Golfsamband Íslands
/

Deildu:

Eldri kylfingur í keppni. Mynd/EGA.
Auglýsing

Frá og með 1. janúar 2016 verða kylfingar sem eru 50 ára og eldri gjaldgengir í keppnir eldri kylfinga í mótum hjá EGA, Evrópska golfsambandinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá EGA.

Keppendur þurfa að hafa náð 50 ára aldri á miðnætti á fyrsta keppnisdegi í viðkomandi móti. Þar með er búið að lækka aldurstakmörkin um fimm ár en keppendur þurftu að hafa náð 55 ára aldri áður í mótum eldri kylfinga hjá EGA.

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing