Sunna Víðisdóttir á Smáþjóðaleikunum 2015 í Korpu.
Auglýsing

Sunna Víðisdóttir endaði í 16. sæti á háskólamóti með sem fram fór á Stoneybrook vellinum í Bandaríkjunum. Sunna, sem leikur fyrir ELON háskólaliðið, endaði í þriðja sæti í liðakeppninni og var Sunna með næst besta skorið í sínu liði á (77-76-75–228) +12. Sunna varð Íslandsmeistari í golfi á heimavelli sínum í Korpu árið 2013.

Gunnhildur Kristjánsdóttir keppti sem einstaklingur í þessu móti og endaði hún í 63. sæti (84-82-79–245) +29 en hún var ekki í ELON liðinu að þessu sinni. Gunnhildur er úr GKG.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 36. sæti á Peg Barnard Invitational háskólamótinu í Bandaríkjunum. Guðrún Brá, sem er úr Keili, leikur fyrir Fresno State háskólaliðið sem endaði í 7. sæti á þessu móti. Guðrún lék hringina tvo á +10 samtals (73-79).

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Íslandsmótinu 2014 í GKG.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Íslandsmótinu 2014 í GKG.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ