Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 16. sæti á Terre Blanche atvinnumótinu sem lauk í Frakklandi í dag. Keppni er ekki lokið þegar þetta er skrifað. GR-ingurinn lék lokahringinn á 72 höggum eða -1en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu á eftir sjálfri LET Evrópumótaröðinni.

Samtals lék Ólafía hringina þrjá á -1 (74-72-72) en par vallarins er 73.

Lokastaðan.

Ólafía var í góðri stöðu fyrir lokahringinn á pari samtals eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á 74 og 72 höggum en par vallar er 73 högg.

Ólafía sagði í samtali við golf.is í Frakklandi að hún væri ánægð með þessa byrjun á keppnistímabilinu. „Ég hef æft mikið og vel í vetur og hef ekki keppt frá því á úrtökumótinu í Marokkó í desember. Það var margt gott í leik mínum og ég er bjartsýn á framhaldið,“ sagði Ólafía en ítarlegt viðtal við Ólafíu kemur síðar í dag á golf.is.

Þetta var fyrsta mót keppnistímabilsins hjá Ólafíu en hún er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni og er aðeins þriðji íslenski kylfingurinn sem nær að tryggja sig inn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir náði því fyrst allra og Birgir Leifur Hafþórsson fylgdi þar á eftir.

Næsta mót hjá Ólafíu verður í lok apríl á LET Access mótaröðinni í Sviss en hún mun leika á eins mörgum mótum á LET Access og hægt er. Nýliðar á LET Evrópumótaröðinni eru ekki með stig á styrkleikalistanum til þess að komast inn á öll mót og þarf Ólafía því að nýta hvert tækifæri sem hún fær til hins ítrasta. Fyrsta mótið sem Ólafía er örugg með á LET Evrópumótaröðinni er í byrjun maí í Marokkó. Þaðan á hún góðar minningar en Ólafía tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á lokaúrtökumótinu í desember s.l. en mótið fór fram í Marokkó.

Thomas Bojanowski unnusti Ólafíu er aðstoðarmaður hennar í mörgum mótum og hann var til staðar í Frakklandi. Mynd/seth@golf.is
Thomas Bojanowski unnusti Ólafíu er aðstoðarmaður hennar í mörgum mótum og hann var til staðar í Frakklandi Myndsethgolfis


 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ