Frá Jaðarsvelli.
Auglýsing

Frétt af heimasíðu GA: 

Nú er komið að okkur GA félögum  að halda íslandsmótið í golfi og fer það fram dagana 21 – 24 júlí, frá fimmtudegi til sunnudags..

Mótið er  það stærsta og umfangsmesta meðal kylfinga hér á landi  og nú langar okkur hjá Golfklúbbi Akureyrar að biðla til okkar flottu félagsmanna  að aðstoða okkur svo að mótið verðið hið allra glæsilegasta og þátttakendur sem og aðrir gestir fari héðan glaðir.

Til þess að mótið gangi eins og best verður á kosið  þá þurfum við um 80  sjálfboðaliða í hin ýmsu störf.  Það er nú alltaf þannig að margar hendur vinna létt verk 🙂

Þau verkefni sem okkur vantar aðstoð við eru meðal annars:

  • Framvarsla (Forcaddy) á nokkrum brautum.
  • Umferðarstjórnun á ákveðnum stöðum á vellinum og á lokadögum eftir síðustu holl
  • Skortaka.  Taka þarf niður skor á þriggja holu fresti og á hverri holu á lokadegi.
  • Skorskilti
  • Bílstjórar á golfbíla fyrir t.d. blaðamenn
  • Móttaka skorkorta
  • Umsjón með æfingasvæði
  • Ýmislegt snatt alla dagana.
  • Annað.

Þeir kylfingar sem geta aðstoðað okkur á meðan að á móti stendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hjá Ágúst á agust@gagolf.is eða í síma 857 7009 og tilgreina þá hvenær viðkomandi getur aðstoðað.

Við munum svo eftir að Íslandsmótinu líkur (eigum eftir að finna góða dagsetningu) halda skemmtilegt golfmót sem endar svo á grillveislu fyrir alla sjálfboðaliðana.

Með von um góðar móttökur.
Ágúst Jensson.  Framkvæmdastjóri GA

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ