/

Deildu:

Frá Öldungamótaröð LEK. Mynd/Helgi Hólm
Auglýsing

Mótaskrá Landssamtaka eldri kylfinga, LEK, er þétt og fjölbreytt að vanda. Samtökin voru stofnuð árið 1985 og er LEK því að hefja sitt 32. starfsár.  Starfsemi LEK hefur farið vaxandi með árunum og sömuleiðis þátttaka í mótum á vegum þess. Ævintýraleg fjölgun hefur orðið á eldri kylfingum frá stofnun LEK árið 1985. Stofnárið munu hafa verið um 200 eldri kylfingar í öllum golfklúbbum landsins og er þá átt við karla 55 ára og eldri og konur 50 ára og eldri, en í dag er talan á sjöunda þúsund.

Öldungamótaröðin var á laggirnar sumarið 2014, þar sem hinn „almenni” kylfingur var settur í forgang. Á þessari mótaröð geta allir tekið þátt – og er keppnisfyrirkomulagið höggleikur og stigaútreikningurinn er með sama sniði og á Eimskipsmótaröðinni.

Íslandsmótið fer fram á Garðavelli á Akranesi 15. – 17. júlí en alls verða mótin á Öldungamótaröðinni níu að tölu á þessu ári.
Screen Shot 2016-04-20 at 9.37.29 AMScreen Shot 2016-04-20 at 10.20.34 AM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ