/

Deildu:

Auglýsing
– Skemmtun, leikir, kynning og fræðsla

Það verður mikið um að vera á golfdögum Kringlunnar og GSÍ sem fram fara dagana 12. -14. maí n.k. Golfdagar í Kringlunni hafa nú fest sig í sessi á vordögum enda gríðarlega vinsælir og hafa laðað að mikinn fjölda gesta. Á fjórða tug verslana verða með golftengd tilboð á þessum dögum og margar verslanir tengja útstillingar í verslunum sínum golfíþróttinni með skemmtilegum hætti.

Golfdagar Kringlunnar og GSÍ ná hátindi laugardaginn 14. maí. Á þeim degi verða fulltrúar frá fjölda golfklúbba í göngugötu Kringlunnar og kynna þar starfsemi sína á sérstakri golfsýningu. Samhliða á þeim degi verður boðið upp á ýmsar golfþrautir, kynningar, fræðslu, leiki og keppnir. Þar verður m.a. keppt um lengsta upphafshöggið í sérstökum golfhermi sem settur verður upp á staðnum. Einnig verður púttkeppni og afrekskylfingar á vegum GSÍ leiðbeina gestum á púttflötum sem settar verða upp.
Annað árið í röð fer fram Íslandsmót í því að halda bolta á lofti

Einnig verða þar ýmsir þjónustu- og söluaðilar sem munu kynna vörur sínar og þjónustu.

Veglegir vinningar verða í boði fyrir þá sem taka þátt en fyrir ári tóku tæplega 500 manns þátt í skemmtilegum golfþrautum á golfdegi Kringlunnar og GSÍ. Alls lögðu um 60.000 manns leið sína í Kringluna fyrir ári þegar golfdagarnir fóru fram.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ