Skráning stendur yfir í fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni, Egils Gull mótið, hefst föstudaginn 20. maí á Strandarvelli á Hellu. Skráningarfrestur í Egils Gull mótið rennur út á miðnætti sunnudaginn 15. maí.
Nú þegar hafa fyrrum Íslandsmeistarar á borð við Ólaf Björn Loftsson (GKG), Kristján Þór Einarsson (GM), Sigmundur Einar Másson (GKG), og Þórdís Geirsdóttir (GK) skráð sig til leiks.
Dagskrá Eimskipsmótaraðarinnar fyrir keppnistímabilið 2016:
20.– 22. maí: Egils Gull mótið.
GHR, Strandarvöllur, Hellu. (1)
3.– 5. júní: Símamótið.
GM, Hlíðavöllur, Mosfellsbæ. (2.)
18.– 21. júní: KPMG-bikarinn.
GS, Hólmsvöllur í Leiru, Íslandsmótið í holukeppni. (3)
15.– 17. júlí:
GK, Hvaleyrarvöllur, Hafnarfirði. (4)
Keppt um Hvaleyrarbikarinn
21. – 24. júlí: Íslandsmótið í golfi á Eimskipmótaröðinni.
GA, Jaðarsvöllur, Akureyri, Íslandsmótið í golfi. (5)
19. – 21. ágúst: Securitasmótið.
GR, Korpúlfsstaðavöllur, Reykjavík. (6)
Mót 2016 sem tilheyra keppnisárinu 2016-2017:
2. – 4. sept: Nýherjamótið.
GV, Vestmannaeyjavöllur. (1)
19.– 21. sept: Honda Classic mótið.
GL, Garðavöllur, Akranesi. (2)