Þórður Rafn Gissurarson endaði í 11. sæti á St. Pölten atvinnumótinu sem lauk í dag. Mótið er hluti af þýsku ProGolf atvinnumótaröðinni. Íslandsmeistarinn úr GR lék hringina þrjá á -10 samtals en hann lék lokahringinn á 66 höggum eða -6. Sigurvegarinn var á -17 samtals.
Þórður fór upp um 9 sæti á lokahringnum en þetta var 12 mótið hjá honum á þessu tímabili á ProGolf mótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. e
Lokastaðan:
Það eru allar líkur á því að Þórður Rafn verði með á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni um næstu helgi. Mótið fer fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli.