Leikið verður á Áskorendamótaröð barna – og unglinga laugardaginn 11. júní og að þessu sinni fer mótið fram á Setbergsvelli. Mótið er annað mót ársins á þessari mótaröð sem er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast reynslu áður en stigið er inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina.
Þeir keppendur sem hafa hug á að því að taka þátt í mótinu á Áskorendamótaröðinni á Setbergsvelli eru hvattir til þess að skrá sig fyrir kl. 23.69 á miðvikdaginn 8. júní.
Athygli er vakin á nýrri flokkaskiptingu og ber að hafa það í huga við skráninguna.
Keppt er í eftirtöldum flokkum á Áskorendamótaröðinni:
*Keppendur sem eru yngri en 14 ára þurfa að velja í hvaða flokki þeir ætla að keppa við skráningu. Einnig er boðið upp á 9 holu punktakeppni fyrir keppendur 10 ára og yngri.
Piltaflokkur
15 – 18 ára (18 holur, höggleikur), gulir teigar.
Stúlknaflokkur
15 – 18 ára (18 holur, höggleikur), rauðir teigar.
Drengjaflokkur
*14 ára og yngri (18 holur, höggleikur), rauðir teigar.
Telpnaflokkur
*14 ára og yngri (18 holur, höggleikur), rauðir teigar.
Strákaflokkur
*12 ára og yngri (18 holur, punktakeppni), rauðir teigar.
Stelpuflokkur
*12 ára og yngri (18 holur, punktakeppni), rauðir teigar.
9 holu punktakeppni
Hnokkaflokkur:
10 ára og yngri (9 holur, punktakeppni), rauðir teigar.
Hnátuflokkur:
10 ára og yngri (9 holur, punktakeppni), rauðir teigar.