Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni endaði í 12. sæti á LET Access mótaröðinni sem lauk í gær í Svíþjóð. Keppt var á Elisefarm Golf Club. Valdís lék samtals á pari vallar (74-70-72). Sigurvegarinn Laura Murray lék samtals á -7.
Lokastaðan
Þetta var sjöunda mótið hjá Valdísi á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Besti árangur hennar er þriðja sætið. Árangur hennar í Svíþjóð er sá næst besti á þessu tímabili. Valdís keppir næst í Strasbourg í Þýskalandi og hefst mótið fimmtudaginn 22. september.