/

Deildu:

Auglýsing

Golfsamband Íslands (GSÍ) leitar að Afreksstjóra til starfa frá ársbyrjun 2017.

Verkefni Afreksstjóra eru á sviði afrekssviðs GSÍ og snúa að landsliðum Íslands, afreksstarfi unglinga og stuðningi við leikmenn í eða á leið í atvinnumennsku.

Starfs- og ábyrgðarsvið
  • Vinna að framþróun afreksstarfs GSÍ

  • Samstarf við golfklúbba um þróun afreksmála

  • Setning árangursmælikvarða og markmiða

  • Þróa og fylgja eftir afreksstefnu GSÍ

  • Samstarf við afrekskylfinga um heildstæða þróun leikmanna

  • Afrekstjóri er ábyrgur fyrir rekstri afrekssviðs GSÍ

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Alþjóðleg reynsla af afreksgolfi

  • Hafa lokið PGA-námi

  • Þjálfun afrekskylfinga

  • Vilji og dugnaður til að þróa afreksgolf á Íslandi

  • Miklir samskiptahæfileikar

  • Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð

Umsókn, ásamt ferilsskrá, þarf að berast til GSÍ eigi síðar en 15. nóvember 2016 og skulu þær sendar á neðangreint póst- eða netfang:

Golfsamband Íslands
Engjavegi 6
104 Reykjavík

Upplýsingar um starfið veitir:

Brynjar Eldon Geirsson, framkvæmdastjóri

brynjar@golf.is

514-4052

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ