/

Deildu:

Frá Urriðavelli. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing
– Áhugaverðar niðurstöður úr mælingum hjá Golfklúbbnum Oddi

Leikhraði er ávallt mikið til umræðu í golfhreyfingunni. Áhugaverðar niðurstöður liggja fyrir í mælingum á leikhraða hjá Golfklúbbnum Oddi á Urriðavelli. Um miðjan ágúst var meðalleikhraði á Urriðavelli 4 klst. og 7 mínútur sem er 5 mínútum lengri tími en sumarið 2015 þegar meðalleikhraðinn var 4 klst. og 2 mínútur. Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds segir að gert sé ráð fyrir að fjögurra manna ráshópur sé 4 klst. og 20 mínútur að leika 18 holur.

„Þessar tölur staðfesta þá tilfinningu sem við höfum haft að spilatími sé aðeins lengri í ár en í fyrra. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og flestar jákvæðar. Völlurinn er þéttsetnari en í fyrra, veðrið hefur leikið við okkur og fólk er mun rólegra í slíku veðri en þegar illa viðrar,“ segir Þorvaldur.
[pull_quote_right]
Um miðjan ágúst var meðalleikhraði á Urriðavelli 4 klst. og 7 mínútur sem er 5 mínútum lengri tími en sumarið 2015 [/pull_quote_right]

Á Urriðavelli er sérstakur skanni sem notaður er til þess að mæla leikhraða. Ráshóparnir gefa til kynna að þeir séu mættir til leiks með því að skanna sig inn og einn úr ráshópnum þarf síðan að gefa til kynna hvenær leik er lokið með því að skanna sig inn í lok hringsins.

img_0055

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ