/

Deildu:

Jóhannes Sturluson. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing
Jóhannes Sturluson lék 120 golfhringi í sumar

Jóhannes Sturluson er 12 ára gamall og er félagi í GKG. Það er óhætt að segja að kylfingurinn ungi hafi nýtt golfsumarið 2016 af krafti en Jóhannes var með 120 skráða golfhringi á golf.is í sumar. Það er sannarlega eftirtektarvert og til eftirbreytni.

Golf á Ísland hafði samband við Jóhannes sem svaraði þessum laufléttu spurningum af fagmennsku.

Voru þetta allt 18 holu hringir hjá þér í sumar?
„Nei, sumir voru 9 holur en flestir 18 holu hringir.“

Hvers vegna spilaðir þú svona marga hringi í sumar?
„Af því mér finnst golf svo skemmtilegt.“

Hefur þú gert þetta áður?
„Nei, þetta er nýtt met.“

Hvað er skemmtilegast við golfið?
„Þegar góðu höggin koma.“

Ertu í einhverjum öðrum íþróttum?
„Já, körfubolta með Stjörnunni en er nýhættur í fótboltanum.“

Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Hofsstaðaskóla í 7. bekk og stærðfræðin er uppáhaldsfagið.“

Framtíðardraumarnir í golfinu?
„Að komast á háskólastyrk og á PGA.“

Uppáhaldsholan á Íslandi?
„12. holan á Korpunni. Mjög krefjandi en getur samt gefið líka.“

Uppáhaldsvöllurinn á Íslandi?
„Áin/Landið á Korpunni. Hann er fjölbreyttur og getur gefið vel.“

Eru margir í fjölskyldunni sem spila golf?
„Já, mamma og pabbi líka.“

Hvernig byrjaðir þú í golfi?
„Pabbi dró mig á völlinn til að byrja með.“

Eftirminnilegasta golfhöggið sem þú hefur slegið?
„Þegar ég fór holu í höggi á 11. holunni á Leirdalnum.“

Nafn: Jóhannes Sturluson.
Aldur: 12 ára.
Klúbbur: GKG.
Forgjöf: 12,9.
Besta skor: 79 högg í Leirdalnum.

Jóhannes Sturluson undirbýr teighögg á 14. í Leirdalnum. Mynd/seth@golf.is
Jóhannes Sturluson undirbýr teighögg á 14 í Leirdalnum Myndsethgolfis

 

Jóhannes Sturluson slær hér á 14. teig í Leirdalnum. Mynd/seth@golf.is
Jóhannes Sturluson slær hér á 14 teig í Leirdalnum Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ