– KPMG SKRIFAR UNDIR SAMNING VIÐ RÍSANDI GOLFSTJÖRNU ÍSLANDS, ÓLAFÍU ÞÓRUNNI KRISTINSDÓTTUR
Ólafía Þórunn verður þannig í hópi Stacy Lewis og Mariah Stackhouse sem merkisberar KPMG á LPGA.
KPMG á Íslandi kynnir í dag alþjóðlegan stuðningssamning við atvinnukylfinginn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Á mótaröðinni hittir hin 24 ára Ólafía Þórunn fyrir aðra tvo sendiherra KPMG, tvöfaldan sigurvegara á risamóti LPGA, Stacy Lewis sem er nú í 14 sæti heimslistans og hina rísandi stjörnu Mariah Stackhouse. Eins og hinir sendiherrar KPMG mun Ólafía Þórunn vera með logo KPMG framan á húfu sinni þegar hún keppir á LPGA 2017.
Ólafía Þórunn vann sér inn keppnisréttinn á LPGA mótaröðinni 2017 með því að enda í öðru sæti á lokastigi úrtökumóta í byrjun desember sl. Með þessu varð hún fyrsti Íslendingurinn til að tryggja sér fullan rétt á LPGA mótaröðinni. Hápunktur þeirrar keppnisviku var 2. hringur hennar sem hún fór á 66 höggum, sem hún fylgdi svo eftir með glæsilegri spilamennsku og endaði aðeins einu höggi frá sigri. Gríðarlegur áhugi var hér heima meðan mótið fór fram auk þess sem fjöldi áhorfenda fylgdi henni eftir í toppbaráttunni, þar á meðal fjöldi Íslendinga sem höfðu lagt leið sína til Bandaríkjanna til að styðja við bakið á henni.
„Ólafía Þórunn er sannarlega brautryðjandi sem íslenskir kylfingar og íþróttamenn almennt líta upp til,” sagði Jón S. Helgason, framkvæmdastjóri KPMG á Íslandi. „Við hjá KPMG erum ákaflega stolt af því að geta stutt við keppnisferil Ólafíu Þórunnar og bætast þannig í hóp með Forskoti og þeim góðu fyrirtækjum sem stutt hafa dyggilega við bakið á henni undanfarin ár. Við hlökkum mikið til að sjá henni vegna vel á komandi keppnistímabili, bæði innan golfvallar og utan sem golf sendiherra KPMG.”
[pull_quote_right]Golf sendiherrar KPMG eru Phil Mickelson, Stacy Lewis, Mariah Stackhouse, Paul Dunne, Klara Spilkova og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.[/pull_quote_right]
Ólafía Þórunn sagði, „Það er heiður að njóta stuðnings svona virts fyrirtækis eins og KPMG. KPMG hefur stutt dyggilega við kvennagolf og ég get ekki beðið eftir að verða þeirra fulltrúi og fulltrúi Íslands þegar ég byrja feril minn á þessari sterkustu mótaröð í heimi.”
Golf sendiherrar KPMG eru Phil Mickelson, Stacy Lewis, Mariah Stackhouse, Paul Dunne, Klara Spilkova og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. KPMG er einnig aðal stuðningsaðili KPMG Women’s PGA Championship sem er eitt af fjóru risamótunum á LPGA.
Afrek Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur
Áður en Ólafía Þórunn hóf atvinnumannaferil sinn, var hún annálaður ungur kylfingur sem vann fjölmörg golfmót unglinga og var hún valin efnilegasti kvenn kylfingurinn á Íslandi árið 2009. Ólafía Þórunn varð Íslandsmeistari árið 2011 og 2016 og var fimm sinnum valin kylfingur ársins síðast árið 2016. Hún var svo þriðja í kjörinu um íþróttamann ársins sem fram fór í desember 2016.
Í september 2014, eftir að hafa lokið háskólaferli sínum hjá Wake Forest háskólanum, gerðist Ólafía Þórunn atvinnumaður í golfi. Hún lauk keppni í 25. sæti á Lalla Aicha úrtökumótinu árið 2015, sem veitti henni fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna árið 2016. Hennar besti árangur sem nýliði þessa tímabils var þegar hún náði 16. sæti á Tipsport Golf Masters og í 26. sæti á opna Fatima Bint Mubarak kvenna.
Um KPMG
KPMG er eitt af leiðandi þekkingarfyrirtækjum á heimsvísu og veitir mörgum af stærstu og virtustu félögum í heimi sérfræðiþjónustu á sviði endurskoðunar, skatta- og lögfræðiráðgjafar, alhliða fyrirtækjaráðgjafar og bókhalds- og uppgjörs.
Á Íslandi er KPMG stærst af þeim sérfræðifyrirtækjum sem jafnan eru nefnd „Big Four” og er þekkt fyrir að vera góður staður til að vinna á og byggja upp starfsframa. Við erum með skrifstofur og starfstöðvar á 17 stöðum um allt land og samtals starfa hjá okkur um 270 manns.