Árlegt héraðsdómaranámskeið í golfi verður að þessu sinni haldið í febrúar. Undanfarin ár hafa námskeiðin verið haldið á vordögum. Með breyttum tíma í ár er reynt að koma til móts við kylfinga sem ekki hafa átt tök á að sitja vornámskeið, t.d. vegna utanlandsferða.
Héraðsdómaranámskeið er mjög gott tækifæri fyrir kylfinga til að fá góða innsýn í golfreglurnar, hvort sem þeir hafa hug á að sinna dómgæslu í framhaldinu eða ekki.
Fyrirkomulag námskeiðsins er þannig að haldnir eru 4 kvöldfyrirlestrar þar sem fjallað er um golfreglurnar og að fyrirlestrunum loknum geta þátttakendur valið úr tveimur prófdögum til að glíma við héraðsdómarapróf. Námskeiðið er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Þeir sem ekki hafa tök á að mæta í Laugardalinn geta fylgst með fyrirlestrunum í beinni útsendingu á YouTube.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi:
- fyrirlestur: Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 19:00 – 22:00. Reglur 1, 2, 3, 6, 9, 10, 13 og 15.
- fyrirlestur: Fimmtudaginn 9. febrúar kl. 19:00 – 22:00. Reglur 4, 5, 11, 16, 18, 19 og 20.
- fyrirlestur: Mánudaginn 13. febrúar kl. 19:00 – 22:00. Reglur 7, 8, 21, 22, 24 og 25.
- fyrirlestur: Miðvikudaginn 15. febrúar kl. 19:00 – 22:00. Reglur 12, 14, 17, 23, 26, 27 og 28.
Lokafyrirlestur og fyrra próf: Laugardaginn 18. febrúar kl. 10:00 – 13:00.
Lokafyrirlestur og síðara próf: Fimmtudaginn 23. febrúar kl. 19:00 – 22:00.
Athugið að að þátttakendur velja hvort þeir taka prófið 18. febrúar eða 23. febrúar.
Allir fyrirlestrar og prófin verða haldin í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Skráning er í netfangið domaranefnd@golf.is
Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu GSÍ í síma 514–4050.
Skráningarfrestur fyrir héraðsdómaranámskeiðið er til hádegis þriðjudaginn 7. febrúar.