Þórður Rafn Gissurarson náði sínum besta árangri á tímabilinu á Pro Golf atvinnumótaröðinni á móti sem fram fór nýverið. GR-ingurinn endaði í 8. sæti á +8 samtals en aðstæður á Open Madaef í Marokkó voru nokkuð erfiðar. Marco Iten frá Sviss sigraði á +4 samtals.
Með árangri sínum þokaði Þórður Rafn sér upp í 22. sæti á stigalistanum á Pro Golf mótaröðinni. Hann hefur leikið á fimm mótum á tímabilinu en næsta mót fer fram 8.-10. mars.