Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 71 höggi eða -1 á öðrum keppnisdeginum á LPGA Volvik meistaramótinu sem fram fer á Ann Arbor vellinum við Detroit. Hringurinn í dag var nokkuð litríkur en hún endaði með því að fá örn á lokaholunni.Ólafía lék á 69 höggum eða -3 á fyrsta hringnum.

Ólafía hóf leik á 10. teig í dag og fékk hún þrjá fugla og einn skolla á fyrstu 9 holunum. Hún var því -5 í heildina á þeim tíma. Það fór aðeins að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla í röð á 2., 3. og 4. braut. Hún lagaði síðan stöðu sína með erni á lokaholunni. Keppni er ekki lokið á öðrum keppnisdegi en Ólafía er í kringum 30. sæti en niðurskurðarlínan er við -1 eins og staðan er núna.

Fylgst var með gangi mála hjá Ólafíu hér fyrir neðan á Twittersíðu GSÍ.

Staðan:


Það er nóg um að vera hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni þessa dagana. Ólafía keppir á fjórum mótum í röð. Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Kingsmill meistaramótinu sem fram fór í Williamsburg í Virginíufylki í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Thomas Bojanowski, unnusti Ólafíu Þórunnar, var aðstoðarmaður hennar á  Kingsmill meistaramótinu í Williamsburg í þessari viku.

Ólafía Þórunn fær nýjan aðstoðarmann á LPGA Volvik mótinu en þar mætir til leiks þaulreyndur atvinnukylfuberi.

Dagana 2.-4. júní keppir Ólafía á ShopRite LPGA Classic í New Jersey.

Lokamótið í þessari fjögurra vikna törn verður í Toronto 8.-11. júní þar sem Manulife LPGA Classic mótið fer fer fram.

Ólafía Þórunn hefur nú þegar leikið á sjö mótum á LPGA mótaröðinni frá því í janúar. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á fyrstu tveimur mótunum en síðan þrjú mót í röð þar sem hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Á sjötta mótinu komst hún í gegnum fyrri niðurskurðinn eftir 54 holur og hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti i Williamsburg. 

Hér má sjá úrslitin hjá Ólafíu það sem af er keppnistímabilinu: 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ