Pálmi, Bjarki og Elín.
Auglýsing

Þrír íslenskir keppendur úr röðum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi tóku þátt á Nordic Special Golf Cup 2017 sem fram fór í Helsingør í Danmörku um s.l. helgi. Árangur þeirra var glæsilegur en keppt var á frábærum og krefjandi golfvelli í Helsingør.

Bjarki Guðnason úr GS lék á 42 punktum þegar mest á reyndi og sigraði hann í B-flokki leikmanna með 14,1-30 í forgjöf. Elín Ólafsdóttir úr GK varð fimmta í B-flokknum.

Pálmi Þór Pálmason úr GKB keppti í A-flokki þar sem keppendur voru með forgjöf 0-14. Pálmi endaði í sjötta sæti en í A-flokki var keppt í höggleik. Sannarlega glæsilegt hjá okkar fólki og við sendum þeim hamingjuóskir með árangurinn.

Bjarki Guðnason

Pálmi Bjarki og Elín

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ