/

Deildu:

18/12/2016 Ladies European Tour 2016: Lalla Aicha Tour School, Samanah Country Club, Marrakech, Morocco. 17-21 December. Valdis Thora Jonsdottir of Iceland celebrates a birdie on the second hole during the second round. Credit: Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi hefur fengið það staðfest að hún fái keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs og verður Valdís Þóra á meðal keppenda.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék um s.l. helgi á KPMG PGA meistaramótinu og var þar með fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að leika á einu af risamótinu í atvinnugolfinu. Valdís Þóra verður önnur til þess að afreka slíkt frá Íslandi.

Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn í mótið eftir að hafa náð frábærum árangri á erfiðu úrtökumóti á Englandi nýverið. Þar féll hún úr leik í bráðabana um laus sæti en hún var fyrst á biðlista og í dag fékk hún símtal þess efnis að hún væri á keppendalistanum.

Mótið fer fram á Bedminster í New Jersey, dagana 13.-16. júlí.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ