Rúmlega 150 keppendur taka þátt á Íslandsmótinu í golfi á Íslandsbankamótaröðinni á Garðavelli á Akranesi þessa dagana. Keppni hófst í gær við mjög erfiðar aðstæður og eru alls leiknar 54 holur eða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum.
Keppt er í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum. Í fyrsta sinn er keppt í flokki 19-21 árs en þeim flokki var bætt við í vor og hefur verið góð þátttaka í þeim flokki.
Hér fyrir neðan eru myndir frá fyrsta keppnisdeginum sem Kristján Ágústsson tók.