Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á LPGA mótaröðinni með því að enda í 13.-19. sæti á Opna skoska meistaramótinu í dag í Aberdeen. Með árangri sínum náði Ólafía að tryggja sér sæti á Opna breska meistaramótinu sem fram 3.-6. ágúst á Kingsbarns í Skotlandi rétt við St. Andrews. Ólafía Þórunn fékk um 2,8 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir árangurinn í Skotlandi og færðist upp í sæti nr. 102 á peningalista LPGA en hún var í sæti nr. 115 fyrir mótið. Alls hefur Ólafía Þórunn fengið um 6,9 milljónir kr. í verðlaunafé frá því í janúar á þessu ári.

Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á úrtökumóti fyrir Opna breska meistaramótið mánudaginn 31. júlí og svo gæti farið að tveir íslenskir kylfingar verði með á Opna breska. Ólafía og Valdís hafa nú þegar leikið á einu risamóti á þessu ári, Ólafía á KPMG bikarnum og Valdís Þóra á Opna bandaríska meistaramótinu.

Ólafía lék lokahringinn á Aberdeen Asset Management mótinu sem fram fór á North Ayrshire í Skotlandi á 73 höggum eða +1. Hún var í 6. sæti fyrir lokahringinn á pari samtals en hún lék hringina fjóra á 73-70-73-73.

Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu fagnaði sigri á þessu móti með því að leika á -6 samtals
(73-75-68-66).

Staðan:

 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Myndlet

Staðan:

Ólafía hóf leik á 10. teig á 2. keppnisdegi. Hún fékk tvo skolla á fyrstu tveimur holunum en lagaði stöðu sína með fugli á 13., og erni á 14. og fugli á 18. Hún tapaði síðan tveimur höggum á 3., og 4. braut en vann þau til baka á 5. og 6. braut með fuglum.

Mótið er sameiginlegt mót LPGA í Bandaríkjunum og LET Evrópumótaraðarinnar. Ólafía var á biðlista fyrir mótið en komst inn um s.l. helgi. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL var einnig á biðlista fyrir þetta mót en hún er með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni.

Staðan:

1. dagur:
Ólafía Þórunn er í 36. sæti eftir fyrsta hringinn. Það var hvasst og rigning þegar Ólafía lék í morgun. Ólafía fékk alls fjóra fugla og tvo skola á hringnum í dag – en hún lék 13. brautina á þremur höggum yfir pari vallar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ