Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi keppir á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Keppnin hefst á fimmtudaginn þar sem rúmlega 350 kylfingar keppa á þremur keppnisvöllum.
Alls verða leiknir fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum. Alls komast 90 efstu áfram á 2. stig úrtökumótsins og eru þá einu skrefi nær því að komast inn á sjálft lokaúrtökumótið.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt á LPGA mótaröðinni en hún náði í fyrra að komast í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins.
Valdís Þóra hefur dvalið undanfarna daga við æfingar á Mission Hills svæðinu í Rancho Mirage í Kaliforníu. Á fésbókarsíðu sinni skrifar Valdís eftirfarandi: