Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri frá upphafi í dag á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék samtals á -13 á þremur hringjum á Indy Women mótinu í Indianapolis. Ólafía fékk örn á lokaholu dagsins í dag og lék á 68 höggum en hún lék hringina þrjá á 67-68-68.

Lexi Thompson frá Bandaríkjunum stóð uppi sem sigurvegari. Thompson, sem er 22 ára gömul, lék samtals á -19. Lydia Ko frá Nýja Sjálandi endaði í öðru sæti á -15 og landa hennar Minjee Lee varð þriðja á -14.

 

Hér er hægt að fylgjast með stöðunni á LPGA: 

Ólafía Þórunn var í 101. sæti á peningalistanum fyrir mótið en 100 efstu í lok keppnistímabilsins halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hún hefur þokað sér upp peningalistann á undanförnum mótum.

Í næstu viku fer fram fimmta og síðasta risamót ársins, Evian meistaramótið í Frakklandi, og er Ólafía á meðal keppenda þar. Það verður þriðja risamótið á þessu ári sem hún leikur á. Í haust tekur síðan við keppnistörn á LPGA þar sem keppt er í Eyjaálfu og Asíu. Það liggur ekki fyrir á hve mörgum mótum Ólafía fær að keppa á í þeirri törn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ