Átta manna hópur eldri kylfinga frá Íslandi er staddur í Noregi þessa dagana þar sem þeir keppa við heimamenn í vináttuleikjum. Um er að ræða landsliðskylfinga sem skipuðu lið LEK fyrir um þremur árum.
Góður vinskapur myndaðist hjá íslenska og norska liðinu í þeirri keppni og hafa þeir haldið tengslum með heimsóknum frá þeim tíma. Norska liðið kom m.a. til Íslands í fyrra og léku á þremur völlum gegn íslenska liðinu.
Vinamótið fer nú fram í Noregi og hafði norska liðið betur í fyrstu tveimur leikjunum. Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
Frá vinstri: Sæmundur Pálsson, Henry Þór Granz, Óskar Pálsson, Jón Haukur Guðlaugsson, Þorsteinn Geirharðsson, Snorri Hjaltason, Magnús Þórarinsson og Skarphéðinn Skarphéðinsson