/

Deildu:

Ebba Guðríður Ægisdóttir. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Ebba Guðríður Ægisdóttir skemmti sér vel á Áskorendamótaröðinni

Ebba Guðríður Ægisdóttir er mikil íþróttastelpa sem stundar m.a. handbolta og golf. Ebba Guðríður var á meðal keppenda á fyrsta móti ársins á Áskorendamótaröðinni á Svarfhólsvelli á Selfossi. Þar vakti hún athygli fyrir ljómandi gott skap og fallega sveiflu. Golf á Íslandi ræddi stuttlega við þessa snjöllu stelpu sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Þar kemur m.a. fram að uppáhaldsmaturinn hennar Ebbu er grjónagrautur sem móðursystir hennar, Guðríður Guðjónsdóttir, galdrar fram í eldhúsinu.

Hvernig byrjaðir þú í golfi?
„Ég fór með systur minni og prufaði og fannst gaman, seinna fór ég á námskeið og hef síðan haldið áfram. Systir mín heitir Ester Amíra Ægisdòttir og er einnig í golfi eins og ég.“

Hvað er skemmtilegast í golfi?
„Æfa mig að hitta í húllahringi með vippi og spila úti á velli.“

Hvar spilar þú mest/oftast golf?
„Á Sveinskotsvellinum hjá Keili.“

Hver er uppáhaldsvöllurinn þinn?
„Svarfhólsvöllur á Selfossi.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf?
„Ég æfi handbolta og síðan finnst mér allar boltagreinar skemmtilegar eins og körfubolti og fótbolti.“

Í hvaða skóla og bekk ertu?
„Áslandsskóla, 2. bekk.“

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn.
„Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Axel Bóasson.“

Staðreyndir:
Nafn: Ebba Guðríður Ægisdóttir
Aldur: 7 ára.
Forgjöf: 54.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur eins og Gurrý frænka mín gerir hann.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn og Gojiberjasafi.
Uppáhaldskylfa: Sandjárnið og 7-járnið.

Ebba Guðríður Ægisdóttir Myndsethgolfis
Ebba Guðríður Ægisdóttir Myndsethgolfis
Ebba Guðríður Ægisdóttir Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ