Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Keppni hófst s.l. laugardag en keppt er á Lumine á Spáni og eru tveir keppnisvellir notaðir, Lake völlurinn og Hills völlurinn. Alls komast 25 efstu inn á Evrópumótaröðina en alls eru leiknir 6 keppnishringir á jafnmörgum dögum.
Birgir lék á +5 samtals eftir 72 holur en hann lék hringina fjóra á (73-72-74-70). Aðeins 74 efstu kylfingar mótsins fá að leika á tveimur síðustu keppnisdögunum. Birgir Leifur hefði komist áfram ef hann hefði verið á -2 samtals eða betra skori.
Birgir Leifur átti sitt besta tímabil frá upphafi á Áskorendamótaröð Evrópu sem er næsta sterkasta mótaröðin í heimsálfunni. Hann sigraði á einu móti og er það fyrsti sigur hans á atvinnumóti á löngum keppnisferli.
Birgir Leifur hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á nokkrum mótum á Evrópumótaröðinni samhliða keppni á Áskorendamótaröðinni. Hann getur því valið úr þeim mótum sem henta keppnisdagskrá hans á næsta ári – og leikið á eins mörgum mótum á Áskorendamótaröðinni og honum hentar.
Hér er hægt að fylgjast með stöðunni:
Um 160 keppendur komust inn á lokastigið en alls eru stigin þrjú og gríðarleg eftirspurn eftir þessum 25 sætum sem eru í boði á Evrópumótaröðina. Rúmlega 1000 keppendur hafa reynt fyrir sér á úrtökumótunum fram til þessa og aðeins 25 þeirra komast alla leið.
Birgir Leifur hefur gríðarlega reynslu af lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann tók fyrst þátt árið 1997 og er þetta í 19. sinn sem hann keppir á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Þetta er´i 11. sinn sem sjöfaldi Íslandsmeistarinn keppir á lokaúrtökumótinu. Birgir Leifur er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Hann gerði það árið 2006.
Árangur Birgis á þessu tímabili er einn sá besti frá upphafi sem atvinnukylfingur. Hann sigraði á sínu fyrsta móti á Áskorendamótaröðinni á þessu ári. Með árangri sínum í ár hefur Birgir Leifur tryggt sér keppnisrétt á nokkrum mótum á Évrópumótaröðinni. Hann getur með góðum árangri á lokaúrtökumótinu bætt stöðu sína og fengið enn fleiri mót á næsta tímabili á bestu mótaröð Evópu.