VITA-golf-arnir frá Íslandi, Peter, Signhild og Margrét við verðlaunaafhendinguna
Auglýsing

Ísland kom mikið við sögu á verðlaunahátíð samtaka golfferðaskrifstofa, World Travel Awards.  VITAgolf var kjörin besta íslenska golfferðaskrifstofan þriðja árið í röð og Hvaleyrarvöllur var kjörinn besti golfvöllur Íslands. Hótel Örk fékk viðurkenningu sem besta golfhótelið á Íslandi.

„Maður fyllist stolti þegar aðilar í ferðaþjónustunni úti um allan heim sýna manni þessa virðingu og veita þessa viðurkenningu eftir að hafa verið aldarfjórðung í golfferðabransanum. Það var gaman að taka við viðurkenningunni og vera fulltrúi Íslands, VITAgolf og Icelandair Group á þessu augnabliki,“ segir Peter m.a. í viðtali á golffréttavefnum kylfingur.is. 

GB ferðir, Golfskálinn, Úrval Útsýn og Iceland ProTravel voru einnig tilnefnd ásamt VITAgolf.

Hvaleyrarvöllur var valinn besti golfvöllur landsins. Jaðarsvöllur á Akureyri, Garðavöllur á Akranesi, Grafarholtsvöllur hjá GR, Hólmsvöllur í Leiru, Urriðavöllur hjá GO og Vestmannaeyjavöllur fengu einnig tilnefningar.

Þá var Hótel Örk valið besta golfhótelið á Íslandi. Önnur sem voru tilnefnd voru Grand Hótel í Reykjavík, Centrum hótelið og Radisson Blu 1919, einnig í Reykjavík.

Nánar má lesa um verðlaunahátíðina á kylfingur.is 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ