/

Deildu:

Frá vinstri: Hrólfur Jónsson, Dagur B. Eggertsson, Björn Víglundsson og Ómar Örn Friðriksson
Auglýsing

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Víglundsson formaður GR skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um samstarf uppbyggingar golfaðstöðu og vinnu við deiliskipulag fyrir nýjar atvinnulóðir bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum.

Gert er ráð fyrir að lagfæra golfvöll í Grafarvogi, byggja íþróttahús, innæfingaaðstöðu á athafnasvæði GR og lagfæra aðra velli sem að deiliskipulagsbreytingar kalla á. Golfklúbbur Reykjavíkur verður eigandi nýrra bygginga sem kunna að verða reistar. Allur umfram virðisauki vegna deiliskipulagsbreytinga rennur til Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg og GR eru sammála um að hluti virðisauka sem kann að fást vegna aukins byggingarmagns á svæðinu skuli renna til uppbyggingar fyrir GR.

Golfæfingar allt árið um kring og nýjar lóðir

Þær framkvæmdir sem gert er ráð fyrir að fara í eru nauðsynlegar endurbætur á Grafarholtsvelli sem lúta fyrst og fremst að bættri framræsingu og lagfæringu brauta. Horfið er frá endurbyggingu vallarins eins og fyrri tillögur gerðu ráð fyrir.
Inniæfingaaðstaða verður byggð til þess að tryggja að afreksfólk í golfi geti sinn íþrótt sinni allt árið. Verkefnið verði fjármagnað með betri nýtingu þess landssvæðis sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur yfir að ráða, þannig nást markmið Reykjavíkurborgar um þéttingu byggðar. Jafnframt verður skoðað hvort fýsilegt sé að bjóða rými fyrir líkamsræktarstöð og golfbúð í tengslum við nýja byggingu, en sá hluti yrði þá fjármagnaður af einkaaðila. Á Korpúlfsstöðum verður æfingavöllur endurgerður í samræmi við nýtt deiliskipulag en gert er ráð fyrir að skipuleggja lóð á hluta þess svæðis sem að völlurinn er á nú.

Sameiginleg byggingarnefnd

Skipuð verður sameiginleg byggingarnefnd fyrir verkefnið samhliða því að vinna við deiliskipulag hefst. Byggingarnefndin mun vinna með deiliskipulagshöfundum að frekari þróun verkefnisins. Fáist nýtt deiliskipulag samþykkt er gert ráð fyrir því að framkvæmdir verði á hendi byggingarnefndar sem lúti öllum innkaupareglum Reykjavíkurborgar vegna verkefnisins. Sérstakur samningur verður gerður um framkvæmdirnar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ