/

Deildu:

Valdís Þóra Jónsdóttir á fyrsta kepnisdeginum í Dubai. Mynd/LET
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL lék á +2 á þriðja hringnum á ISPS Handa mótinu á LPGA mótaröðinni í Ástralíu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er úr leik en hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra er í 50. sæti fyrir lokahringinn en hún var í 34. sæti þegar keppni var hálfnuð.
Valdís byrjaði ve á þriðja hringnum og var á -3 eftir fjórar holur. Hún lék fyrri 9 holurnar á pari þar sem hún fékk einn skolla (+1) og einn skramba (+2). Á síðari 9 olunum fékk Valdís einn skramba (+2), tvo skolla (+1) og tvo fugla (-1). Jin Young Ko er efst á mótinu á -10 samtals.

Valdís Þóra lék á pari vallar á öðrum hringnum líkt og hún gerði á fyrsta keppnisdeginu. Hún er í 32. sæti þegar þetta er skrifað en niðurskurðurinn miðast við +3.

Skorkortið hjá Valdísi á öðrum keppnisdeginum var litríkt en hún fékk fimm fugla (-1), einn örn (-2), tvo skramba (+2) og þrjá skolla (+1).

Ólafía Þórunn lék fyrstu tvo hringina á +7 samtals. Á öðrum hringnum fékk hún sjö skolla (+1) og tvo fugla (-1). Þetta er annað mótið hjá Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili en hún endaði í 26. sæti á Pure Silk mótinu á Bahamas.

Valdís og Ólafía verða báðar á meðal keppenda í næstu viku þegar þær keppa á LET Evrópumótaröðinni á móti sem fram fer í Ástralíu.

Þetta er í fyrsta sinn sem tveir kylfingar frá Íslandi keppa samtímis á sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki. Margir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda.

Ha Na Jang frá Suður-Kóreu hefur titil að verja og hún mætir til leiks eftir níu mánaða keppnisfrí. Hún hefur sigrað á fjórum LPGA mótum á ferlinum. Jang hefur ekki setið auðum höndum í keppnisfríinu á LPGA mótaröðinni og nýtt tímann við æfingar og keppni í heimalandinu.

Sjö kylfingar sem taka þátt á þessu móti í Ástralíu fögnuðu sigri á LPGA móti á síðasta tímabili. Auk Jang eru það Brooke Henderson, Ariya Jutanugarn, Cristie Kerr, Katherine Kirk, Jin Young Ko, Haru Nomura, og So Yeon Ryu.

Lydia Ko mætir í sitt fyrsta mót á tímabilinu en hún náði ekki að sigra á móti í fyrra. Hún er aðeins tvítug en þrátt fyrir það er þetta í áttunda sinn sem Ko keppir á þessu þessu móti en hún er frá Nýja-Sjálandi. Ko er í 10 sæti heimslistans.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ