Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili eru úr leik á Terre Blanche mótinu sem fram fer á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram á samnefndum velli í Frakklandi. LET Access mótaröðin er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Evrópu á eftir LET Evrópumótaröðinni.
Valdís lék á +7 og 151 höggi samtals (77-74) og var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Guðrún Brá lék á 155 höggum og +11 samtals (80-75). Þetta er í fyrsta sinn sem Guðrún Brá keppir sem atvinnukylfingur en Valdís Þóra hóf atvinnumannaferil sinn á þessari mótaröð.