Fjórir kylfingar frá Íslandi kepptu á Opna skoska meistaramótinu sem fram fór á Montrose vellinum.
Keppendur á þessu móti eru 18 ára og yngri. GR-ingarnir Sigurður Bjarki Blumenstein og Viktor Ingi Einarsson voru í toppbaráttunni fyrir lokahringinn sem fram fór í dag.
Sigurður Bjarki endaði í 4. sæti en hann átti góða möguleika á að vinna mótið. Hann fékk fjóra skolla á síðustu fimm holunum og endaði á +8 samtals. Sigurvegarinn Patrick Schumecking frá Þýskalandi sigraði á +6 samtals.
Sigurður Bjarki lék á 221 höggi (+4) (77-69-75)
Viktor Ingi endaði í 9. sæti en hann lék á 224 höggum (+11) (73-72-79).
Daníel Ísak Steinarsson úr GK var í 30. sæti fyrir lokahringinn. Hann bætti stöðu sína á lokahringnum og endaði í 16. sæti. Hann lék hringina þrjá á 227 höggum (+14) (78-73-76).
Ingvar Andri Magnússon úr GR komst ekki í gegnum niðurskurðinn fyrir lokahringinn.