Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er úr leik keppni á Hugel-JTBC mótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið fer fram í Los Angeles og verða leiknar 72 holur og var niðurskurður eftir 2. keppnisdaginn í gær.
Ólafía komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hún lék á 75 og 77 höggum og +10 samtals. Hún var sex höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn sem var +4.
Mótið var ur sjöunda hjá Ólafíu Þórunni á þessu ári. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls sex til þessa. Besti árangur hennar er 26. sæti á fyrsta mótinu á Bahamas. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn á síðasta móti sem fram fór á Hawaii.