/

Deildu:

Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús úr GR komst í gegnum niðuskurðinn á Willis Towers Watson Masters mótinu sem fram fer á Langesø vellinum í Danmörku. Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem eru einnig úr GR, eru báðir úr leik.

Keppnisfyrirkomulagið er punktakeppni (Modified Stableford) þar sem keppendur fá 8 punkta fyrir Albatross (-3), 5 punkta fyrir örn (-2), 2 punkta fyrir fugl (-1), 0 fyrir par, -1 punkt fyrir skolla (+1) og -3 punkta fyrir skramba eða meira (+2). 

Haraldur fékk alls 7 punkta á fyrstu 36 holunum en hann lék á 69 og 73 höggum.
Andri fékk 0 punkta samtals en Guðmundur Ágúst var með -2 punkta eftir 36 holur.

Skor keppenda er uppfært hér. 



Frá vinstri Andri Þór Haraldur Franklín Guðmundur Ágúst Myndulfargolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ