Opnað hefur verið fyrir skráningu í þriðja mót tímabilsins 2017-2918 á Eimskipsmótaröðinni.
Egils Gull mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 18.-20. maí.
Leikfyrirkomulagið er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á dag.
Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram alls 84 leikmenn 63 efstu úr karlaflokki og 21 efstu úr kvennaflokki.
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi fer rástími keppenda eftir forgjöf en síðan verður raðað út eftir skori. Alla þrjá dagana verður ræst út frá kl. 7:30.
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 120, þar af hámark 90 í karlaflokki og hámark 30 í kvennaflokki. Þátttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn.
Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.
Mótin á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018 sem eru á dagskrá á þessu ári:
Maí
8-10 | EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Símamótið (4 ’17-18) | Hlíðavöllur, GM |
Júní
20-22 | EIMSKIPSMÓTARÖÐIN -KPMG- Hvaleyrabikarinn (6 ’17-18) | Hvaleyrarvöllur, GK |
Júlí
26-29 | EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Íslandsmótið í höggleik (7 ’17-18) | Vestmannaeyjavöllur, GV |
Ágúst
23-25 | EIMSKIPSMÓTARÖÐIN – Securitasmótið – GR bikarinn (8 ’17-18) – Lokamót | Grafarholtsvöllur, GR |
September
8-9 | EIMSKIPSMÓTARÖÐIN Pro/Am – Honda Classic – (Off – Venue) | Leirdalsvöllur, GKG |