/

Deildu:

Auglýsing

Framtíðarsýn 2025 – afreksstefna GSÍ er aðgengilegt á rafrænu formi á golf.is.

Þar kemur m.a. fram að framtíðarsýnin er að íslenskir kylfingar komist á verðlaunapall á alþjóðlegum mótum. Skapa umhverfi sem eflir frammistöðu íslenskra kylfinga til þess að ná árangri á alþjóðavettvangi. Þessu markmiði verður náð með því að fjárfesta í framþróun leikmanna og þjálfara og með því hlúa að hæfileikafólki. Lokamarkmiðið er að byggja upp betra fólk, betri íþróttamenn og betri kylfinga.

Gildin sem unnið er með í afreksstefnunni eru: 

SAMSTAÐA

Við erum kannski lítil þjóð, en við stöndum saman og erum stolt. Við munum styðja hvort annað.

SEIGLA

Við erum sterk í samkeppni og gefumst aldrei upp. Við erum óhrædd.

ENGIN TAKMÖRK 

Við höfum trú á að við munum ná langt.Við erum staðráðin í að vera í stöðugri framför.

Afrekstefnan er í heild sinni hér fyrir neðan. Smelltu á myndina til að opna skjalið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ