Jóhannes Guðmundsson úr Golflkúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs á Íslandsbankamótaröðinni.
Hann hafði betur í umspili um sigurinn gegn Hákoni Erni Magnússyni úr GR – en þeir voru báðir á -1 samtals eftir 54 holur. Hákon fékk fugl á lokaholunni í dag og jafnaði þar með við Jóhannes. Þeir léku 16., 17., og 18. holuna á Hólmsvelli í Leiru til að knýja fram úrslit. Þar hafði Jóhannes betur.
Þetta er annað árið í röð þar sem Jóhannes fagnar þessum titli – en keppt var í fyrsta sinn í þessum flokki árið 2017.
1. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-73-70) 215 högg (-1)
2. Hákon Örn Magnússon, GR (70-75-70) 215 högg (-1)
3. Hlynur Bergsson, GKG (73-72-71) 216 högg (par)