Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili, eru Íslandsmeistarar í golfi 2018. Þetta er fyrsti titill Guðrúnar en sá þriði hjá Axel.
Axel jafnaði mótsmetið á Íslandsmótinu á -12 samtals, en Þórður Rafn Gissurarson (GR) lék á -12 árið 2015 á Akranesi.
Þau Guðrún og Axel eru systkinabörn og faðir Guðrúnar, Björgvin Sigurbergsson, er fjórfaldur Íslandsmeistari í golfi.
1. Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10)
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9)
4.-5. Kristján Þór Einarsson, GM (70-69-69-68) 276 högg (-4)
4.-5. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69-68) 276 högg (-4)
6.-7. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72-68) 278 högg (-2)
6.-7. Gísli Sveinbergsson GK -4 F 34 36 70 0 69 67 72 70 278 -2
„Ég var stressaður í dag og þetta var frábær lokadagur. Gríðarleg barátta og mikil keppni. Ég er ánægður að hafa sigrað hérna á frábærum keppnisvelli í Eyjum. Ég átti góðan kafla á 14. og 15. sem komu mér í gang og ég er þakklátur fyrir að hafa náð að vinna þetta stóra mót annað árið í röð,“ sagði Axel eftir hringinn í dag.
Guðrún Brá sigraði með yfiburðum og er þetta í fyrsta sinn sem Guðrún Brá sigrar á Íslandsmótinu í golfi. Keppni í karlaflokki var gríðarlega spennandi. Axel Bóasson jafnaði mótsmetið á -12 samtals eftir harða baráttu við
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72-71) 288 högg (+8)
2. Saga Traustadóttir, GR (72-76-79-72) 299 högg (+19)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75-83) 304 högg (+24)
4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70-82-76) 306 högg (+26)
5.-6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81-76-75) 307 högg (+27)
5.-6. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75-77-77) 307 högg (+27)
7. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65-85-78) 308 högg (+28)
8.-9. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80-78-75) 309 högg (+29)
8.-9. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74-72-79) 309 högg (+29)
10.-11. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80-78-76) 310 högg (+30)
10.-11. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75-70-86) 310 högg (+30)
„Það var gaman að enda þetta mót með því að vippa ofaní á lokaholunn,“ sagði Guðrún Brá við RÚV eftir hringinn í dag. „Þessi titill skiptir mig miklu máli fyrir framhaldið og vonandi eiga þeir eftir að verða fleiri. Ég er búinn að bíða töluvert lengi eftir þessum stóra titli og það er góð tilfinning að landa þessu,“ sagði Guðrún Brá en hún fetar þar með í fótspor föður síns Björgvins Sigurbergssonar, sem er fjórfaldur Íslandsmeistari. Björgvin er þjálfari Guðrúnar í dag.
Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með gangi mála frá Íslandsmótinu í Eyjum.
Skor keppenda er uppfært hér:
Myndir frá 1. keppnisdegi eru hér:
Keppendur gefa upp skor eftir 4., 6., 9., 12., 15. og 18 holu á fyrstu tveimur kepnisdögunum.
Og allt sem gerist á Twittersíðu GSÍ er hægt að sjá í glugganum hér fyrir neðan.
Myndir frá 1. keppnisdegi eru hér:
Aðstæður í Eyjum á þriðja keppnisdegi voru mjög misjafnar. Fyrri hluta dagsins var rjómablíða, logn, skýjað og frábært golfveður. Upp úr hádegi fór að rigna og hvessa – og Vestmannaeyjavöllur var krefjandi í þessum aðstæðum.
3. keppnisdagur:
Axel Bóasson úr Keili er með eitt högg í forskot á Björn Óskar Guðjónsson úr GM. Axel er á -8 samtals en hann lék á parinu í dag á þriðja keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi. Haraldur Franklín Magnús úr GR er í þriðja sæti á -5 samtals en hann lék á 71 höggi í dag. Björn Óskar hefur leikið alla þrjá hringina undir pari en hann var á 68 höggum í dag eða -2. Þeir verða í lokaráshópnum á sunnudaginn þegar lokahringurinn fer fram.
„Ég skildi fullt af höggum úti á vellinum í dag og ég ætla að fara á æfingaflötina að pútta á eftir. Völlurinn var erfiður í dag í þessum aðstæðum en ég get lítið gert í því hvernig veðrið er. Undirbúningurinn fyrir lokahringinn verður hefðbundinn. Ég ætla að fá mér gott að borða í kvöld, hvíla mig og undirbúa mig fyrir skemmtilegan lokadag,“ sagði Axel Bóasson við golf.is eftir hringinn í dag.
Staðan í karlaflokki fyrir lokahringinn:
1. Axel Bóasson, GK (65-67-70) 202 högg (-8)
2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68) 203 högg (-7)
3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71) 205 högg (-5)
4.-7. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69) 208 högg (-2)
4.-7. Kristján Þór Einarsson, GM 208 högg (-2)
4.-7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 208 högg (-2)
4.-7. Gísli Sveinbergsson, GK 208 högg (-2)
8. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-66-71) 209 högg (-1)
9. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72) 210 högg (par)
10. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (70-68-72) 210 högg (0)
Guðrún Brá með fjögurra högga forskot
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum. Guðrún lék á 72 höggum í dag eða +2 og er hún samtals á +7. Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili er á +11 samtals. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR lék best allra í dag í kvennaflokknum og þokaði sér upp í þriðja sætið á +14 samtals. Ragnhildur lék á pari vallar eða 70 höggum.
Anna Sólveig Snorradóttir sem var jöfn Guðrúnu Brá í gær í efsta sætinu lék illa í dag eða 20 höggum verr en í gær þegar hún setti glæsilegt vallarmet.
„Ég er spennt fyrir lokahringnum. Það er vissulega pressa á mér að vinna þetta mót en það er hluti af þessu öllu saman. Ég var ánægð með hringinn í dag í þessum erfiðu aðstæðum,“ sagði Guðrún Brá eftir hringinn í dag.
Staðan í kvennaflokki fyrir lokahringinn:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72) 217 högg (+7)
2. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75) 221 högg (+11)
3. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75-70) 224 högg (+14)
4. Saga Traustadóttir, GR (72-76-79) 227 högg (+17)
5.-8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74-72) 230 högg (+20)
5.-8. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 230 högg (+20)
5.-8. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR230 högg (+20)
5.-8 Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65-85) 230 högg (+20)
9. Heiða Guðnadóttir, GM (80-71-80) 231 högg (+21)
10. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81-76) 232 högg (+22)
2. keppnisdagur:
„Ég er mjög sáttur við hringinn. Við lögðum upp með að spila par 5 holurnar sem par 4 í dag og það gekk allt saman upp. Ég ætlaði mér ekki að fá skolla á hringunm og það tókst, átta fuglar og tíu pör,“ sagði Haraldur Franklín Magnús úr GR sem setti nýtt vallarmet í dag á Vestmannaeyjavelli. Haraldur Franklín lék á 62 höggum eða -8 og blandaði sér í toppbaráttuna á Íslandsmótinu í golfi 2018.
„Munurinn á fyrsta hringnum og í dag voru aðstæðurnar. Ég var fínn á fyrri 9 holunum í gær en aðstæðurnar voru aðeins erfiðari. Í dag fékk ég betri aðstæður og mér tókst að nýta það. Ég hélt að vallarmetið væri 62 högg og ég fór aðeins að pæla í því á 17. teig. Mig langaði í tvo fugla í röð og jafna metið -og það var því ánægjulegt að slá þetta met,“ bætti Haraldur við.
Axel Bóasson, Íslandsmeistari 2017, lék á 67 höggum í dag eða -3 og er hann efstur á samtals -8 og er Keilismaðurinn með tveggja högga forskot á Harald Franklín.
Gamla vallarmetið var 16 ára gamalt og átti Helgi Dan Steinsson það, 63 högg.
Staðan í karlaflokkunum er þannig:
1. Axel Bóasson, GK (65-67) 132 högg (-8)
2. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62) 134 högg (-6)
3.-4. Andri Már Óskarsson, GHR (68-67) 135 högg (-5)
3.-4. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69) 135 högg (-5)
5. Gísli Sveinbergsson, GK (69-67) 136 högg (-4)
6.-9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (70-68) 138 högg (-2)
6.-9. Stefán Þór Bogason, GR (70-68) 138 högg (-2)
6.-9. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-66) 138 högg -2
6.-9. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (70-68) 138 högg -2
10.-14. Henning Darri Þórðarsonm, GK (68-71) 139 högg (-1)
10.-14. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (67-72) 139 högg (-1)
10.-14. Lárus Garðar Long, GV (70-69) 139 högg (-1)
10.-14. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66) 139 högg (-1)
10.-14. Kristján Þór Einarsson, GM (70-69) 139 högg (-1)
15.-17. Hlynur Bergsson, GKG (67-73) 140 högg (par)
15.-17. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (69-71) 140 högg (par)
15.-17. Viktor Ingi Einarsson, GR (68-72) 140 högg (par)
Guðrún og Anna Sólveig jafnar á +5 í efsta sætinu
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Anna Sólveig Snorradóttir, báðar úr Keili, eru efstar og jafnar á +5 samtals þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi 2018. Anna Sólveig gerði sér lítið fyrir og bætti vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Anna Sólveig lék á 65 höggum eða -5, þar sem hún fékk alls 9 fugla.
Guðrún Brá lék á +5 í dag eða 75 höggum. Helga Kristín Einarsdóttir úr Keili er í þriðja sæti á +6.
Alls komust 19 keppendur í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í kvennaflokknum.
Staðan í kvennaflokkunum er þannig:
1.-2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75) 145 högg (+5)
1.-2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65) 145 högg (+5)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73) 146 högg (+6)
4.-5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70) 148 högg (+8)
4.-5. Saga Traustadóttir, GR (72-76) 148 högg (+8)
6. Heiða Guðnadóttir, GM (80-71) 151 högg (+11)
7.-8. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA (80-73) 153 högg (+13)
7.-8. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75) 153 högg (+13)
9.-15. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75) 154 högg (+14)
9.-15. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80) 156 högg (+16)
9.-15. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (77-79) 156 högg (+16)
9.-15. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (75-81) 156 högg (+16)
9.-15. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81) 156 högg (+16)
9.-15. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (80-76) 156 högg (+16)
9.-15. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80) 156 högg (+16)
16. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (76-81) 157 högg (+17)
17. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74) 158 högg (+18)
18.-19. Eva Karen Björnsdóttir, GR (81-78) 159 högg (+19)
18.-19. Árný Eik Dagsdóttir GKG (80-79) 159 högg (+19)
Anna Sólveig Snorradóttir, Keili, bætti vallarmetið í dag á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum. Anna Sólveig blandaði sér í toppbaráttuna með frábærum hring upp á 65 högg eða -5. Alls fékk hún 9 fugla.
„Ég var ekki viss um að ég kæmist í gegnum niðurskurðinn miðað við hvernig ég spilaði á fyrsta hringnum. Það var eitthvað sem gerðist á upphafsholunum sem varð til þess að ég lék svona vel. Góð byrjun hvatti mig áfram og ég hef aldrei leikið svona golfhring áður,“ sagði Anna Sólveig við golf.is eftir hringinn í dag.
„Þetta er bara klikkað og Vestmannaeyjavöllur er uppáhaldsvöllurinn að sjálfsögðu. Ég púttaði vel og missti ekki nein pútt, ég tryggði mörg fuglafæri, sullaði niður tveimur löngum púttum og vippaði tvisvar í fyrir fugli. Þetta var bara undarlegur hringur og mér fannst stundum að ég ætti þetta ekki skilið – en ég vann fyrir þessu og næstu dagar verða spennandi,“ sagði Anna Sólveig í dag.
1. keppnisdagur:
Aðstæður voru með ágætum á frábærum keppnisvelli í Vestmannaeyjum. Mjög gott veður fyrri part dags en það rigndi talsvert upp úr hádegi. Um kl. 14 fór veðrið að lagast á ný og vindurinn datt niður og úrkoman hætti.
Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi 2017, lék fyrsta hringinn á 65 höggum eða -5 og byrjaði því titilvörnina vel. Axel er með eitt högg í forskot á Björn Óskar Guðjónsson úr GM og Aron Emil Gunnarsson úr GOS en þeir eru báðir á -4. Alls léku 19 kylfingar í karlaflokki á pari eða betur í dag. Besta skorið á 72 holum á Íslandsmóti í golfi í Eyjum er -4, en það á Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, frá árinu 2003.
Keilismaðurinn segir að hann sé mættur til að vinna mótið en ekki verja titil.
„Þetta var mjög góð byrjun og það gekk allt upp. Stutta spilið er að koma til baka í sitt gamla form. Ég átti góða stund á æfingaflötinni með Björgvini Sigurbergssyni þjálfara, og það var allt annað að pútta í dag miðað við það sem hefur gengið á að undanförnu. Púttin hafa verið til vandræða á Áskorendamótaröðinni. Ég fékk mikið af færum og ég nýtt þau eiginlega öll. Skollarnir sem ég fékk voru að mínu mati klaufalegir, á 2. og 16. Ég var sáttur við daginn enda mikill munur á leik mínum í dag miðað við í síðasta móti. Vestmannaeyjavöllur er glæsilegur og ég hef aldrei leikið á honum í svona góðu ástandi,“ sagði Axel Bóasson við golf.is rétt eftir hringinn í dag.
Staða efstu kylfinga eftir 1. keppnisdag í karlaflokki:
1. Axel Bóasson, GK 65 högg (-5)
2 .-3. Björn Óskar Guðjónsson, GM 66 högg (-4)
2.-3. Aron Emil Gunnarsson, GOS 66 högg (-4)
4.-6. Örlygur Helgi Grímsson, GV 67 högg (-3)
4.-6. Hlynur Bergsson, GKG 67 högg (-3)
4.-6. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 67 högg (-3)
7.-9. Viktor Ingi Einarsson, GR 68 högg (-2)
7.-9. Henning Darri Þórðarson, GK 68 högg (-2)
7.-9. Andri Már Óskarsson, GHR 68 högg (-2)
10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 69 högg (-1)
10.-12. Birgir Guðjónsson, GJÓ 69 högg (-1)
10.-12. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 69 högg (-1)
13.-19. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 70 högg (par)
13.-19. Kristján Þór Einarsson, GM 70 högg (par)
13.-19. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 70 högg (par)
13.-19. Ólafur Björn Loftsson, GKG 70 högg (par)
13.-19. Lárus Garðar Long, GV 70 högg (par)
13.-19. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (par)
13.-19. Stefán Þór Bogason, GR 70 högg (par)
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék á pari vallar eða 70 höggum.
„Ég er sátt við þessa byrjun, þetta mót klárast á sunnudaginn og það er mikið eftir. Ég var ekki í mörgum fuglafærum og ég hefði viljað koma boltanum aðeins nær holunni í innáhöggunum. Þetta gekk samt fínt,“ sagði Guðrún Brá við golf.is en henni er spáð sigri á mótinu af golfsérfræðingum. „Ég hef verið nálægt því að vinna þetta mót og það er markmiðið að vinna þetta mót. Eftir hringinn í dag þá á ég enn möguleika og það eru þrír hringir eftir,“ bætti hún við.
Staða efstu kylfinga eftir 1. keppnisdag í kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 70 högg (par)
2. Saga Traustadóttir, GR 72 högg (+2)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 73 högg (+3)
4.-6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 75 högg (+5)
4.-6. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 75 högg (+5)
4.-6. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 75 högg (+5)
7.-9. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM 76 högg (+6)
7.-9. Berglind Björnsdóttir, GR 76 högg (+6)
7.-9. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 76 högg (+6)
10. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 77 högg (+7)
11.-13. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 78 högg (+8)
11.-13. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 78 högg (+8)
11.-13. Andrea Bergsdóttir, GKG 78 högg (+8)
Lykilholur í Eyjum – „Steini Hallgríms“ spáir í spilin fyrir Íslandsmótið 2018