Anna Snædís Sigmarsdóttir, kylfingur úr Keili í Hafnarfirði, er glerhörð keppnismanneskja og sýnir tilfinningar ef hlutirnir ganga ekki upp. Anna var á meðal keppenda á +35 ára Íslandsmótinu sem fram fór á Húsatóftavelli í Grindavík. Ljósmyndari Golf á Íslandi var á 4. flötinni á öðrum keppnisdegi mótsins af alls þremur.
Þar átti Anna Snædís frekar stutt pútt eftir sem fór ekki ofan í og það fór ekkert á milli mála að Anna Snædís var ekkert sérstaklega ánægð með útkomuna.
Þess má geta að Anna Snædís er móðir Önnu Sólveigar Snorradóttur landsliðskylfings úr Keili.