Frá vinstri: Saga Traustadóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir og Jussi Pitkänen.
Auglýsing

Kvennalandslið Íslands hefur leik á Heimsmeistaramóti áhugamanna á miðvikudaginn. Mótið fer fram á Írlandi og Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ er með liðinu á sínum „gamla heimavelli“. Jussi og skrifar ferðasögu frá HM – sem birtar eru hér á golf.is. Hér er 2. kafli í þeirri sögu.

„Á mánudaginn lékum við fyrstu „alvöru“ æfingahringinn snemma dags á O’Meara vellinum á Carton House. Það var enn smá þreyta í mannskapnum eftir langt ferðalag – og það voru ýmsar áskoranir á upphitunarsvæðinu þar sem að nýbúið var að sanda æfingasvæðið – sem hjálpaði ekki til á National Academy. Þegar ég fylgdist með leikmönnum Íslands á æfingasvæðinu þá fannst mér eins og þeir væru alltaf að slá aðeins fyrir aftan boltann. Þegar ég leit betur á aðstæðurnar þá var nýbúið að setja sand yfir æfingasvæðið og það gerði þessa upphitun áhugaverðari fyrir vikið.

Við komumst fyrr út á völlinn en áætlað var í fyrstu þar sem að liðiði frá Chile ákvað að fresta teigtíma sínum. Við fengum því meiri tíma til að vinna í ýmsum atriðum úti á vellinum, sérstaklega í kringum flatirnar. Aðaáhersluatriðið á æfingahringum var að halda teighöggunum á þeim stöðum þar sem boltinnn færi ekki í brautarglompurnar. Þeir leikmenn sem lenda í brautarglompunum munu tapa höggum – sérstaklega þegar vindurinn mun blása á móti á erfiðum brautum sem liggja í vestur. Það er ekki hár kargi á O’Meara vellinum. Við höfum rætt ýmsar leiðir til að nýta það. Sem dæmi þá er hægt að slá til hægri á 11. braut út í kargann hægra meginn til þess að komast nær flötinni. Flötin er á svæði sem er töluvert hærri en brautin og miðað við ríkjandi vindátt þá gæti það verið betri kostur að slá út í kargann hægra meginn á 11.

Keppendur fá ekki uppgefnar nákvæmar fjarlægða mælingar frá ýmsum stöðum á vellinum líkt og er til staðar í gögnum á atvinnumannamótum. Það eru kostir og gallar við slíkt. Kostirnir eru að leikmenn þurfa að vera meira vakandi og veita ýmsum hlutum athygli á æfingahringnum. Við höfum búið til okkar eigin gagnabanka í þeim gögnum sem okkur var útdeilt í upphafi.

Vindurinn mun leika stórt hlutverk á þessu móti í þessari viku. Á mörgum brautum er mikill hæðarmunur á teig og braut – þar sem slegið er niður í móti. Þrátt fyrir það hafa mörg upphafshögg farið mun styttra en við gerðum ráð fyrir. Vindurinn hefur séð til þess. Á mörgum stöðum á vellinum er langt að ganga frá flöt að næsta teig – og við erum með áætlun að aðstoðarteymi Íslands komi með kerrur á svæðið á morgun til þess að leikmenn geti sparað orkuna á hringjunum sem eru framundan. Það koma margir úr fjölskyldum leikmanna á svæðið á þriðjudag. Það verður gott fyrir leikmennina að fá stuðning frá þeim.

Leikmennirnir eyddu síðdeginu að mestu á púttflötinni eftir að hafa fengið sér síðbúinn hádegisverð eða snemmbúinn kvöldverð. Við vorum ekki viss hvort við vorum í hádegismat eða kvöldmat. Ragnhildur kom öllum á óvart – þar sem hún þuldi upp allar 57 þjóðirnar sem taka þátt á HM með því að horfa á þjóðfánana við klúbbhúsið. Við fórum í háttinn um kl. 22 og það tekur við langur æfingadagur á þriðjudag þar sem við munum fara á Montgomerie völlinn. Ýmis önnur atriði verða kláruð á þriðjudag, og má þar nefna liðsmyndatöku, og opnunarhátíð. Markmiðið er að það verði fátt eða ekkert sem komi okkur á óvart þegar við mætum á teig á miðvikudaginn – og undirbúningurinn hefur gengið vel fram til þessa. Áfram Ísland!

Frá vinstri Saga Traustadóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Helga Kristín Einarsdóttir og Jussi Pitkänen

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ