Auglýsing

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur á undanförnum árum skipulagt púttmót sem fram fara víðsvegar um landið. Í ágúst sl. fór fram Íslandsmót í pútti og var aðstaðan við íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar notuð fyrir mótið.

Um 80 keppendur mættu til leiks og veðrið lék við mótsgesti á þessum fallega haustdegi.

Í karlaflokki voru alls 48 keppendur. Púttklúbbur Suðurnesja átti þrjá efstu keppendurna í karlaflokki.

1. Hafsteinn Guðnason, Púttklúbbi Suðurnesja, 60 högg
2. Þorsteinn Geirharðsson, Púttklúbbi Suðurnesja, 62 högg
3. Guðbrandur Valtýsson, Púttklúbbi Suðurnesja, 63 högg
Keppendur í karlaflokki komu frá eftirfarandi félögum: Púttklúbbur Suðurnesja, FaMos – Mosfellsbæ, Kubbur-Ísafirði, Borgarbyggð, Árskógar-Reykjavík, Neisti-Garðabæ, Ness-Kópavogi.

Í kvennaflokki voru 32 keppendur og Erna Árnadóttir úr Púttklúbbi Suðurnesja stóð uppi sem sigurvegari.

1. Erna Árnadóttir, Púttklúbbi Suðurnesja 65 högg
2. Þuríður E. Pétursdóttir, FaMos-Mosfellsbæ 66 högg
3. Laila Ingvarsdóttir, FaMos-Mosfellsbæ 67 högg
4. Rósa G. Gestsdóttir, FaMos-Mosfellsbæ 67 högg
*Laila endaði í 3. sæti eftir bráðabana.

Keppendur í kvennaflokki komu frá eftirfarandi félögum. Púttklúbbur Suðurnesja, FaMos-Mosfellsbæ, Árskógar-Reykjavík, Borgarbyggð, Ness-Kópavogi, Kubbur-Ísafirði.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ