/

Deildu:

Valdís Þóra virðir fyrir sér útsýnið yfir Höfðaborg í Suður-Afríku. Mynd/Tristan Jones
Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni Akranesi, komst ekki í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Mótið fór fram í Flórdída á Plantation Golf & Country Club, í Venice.

Valdís Þóra lék hringina fjóra á 298 höggum eða +10 (76-78-73-71). Hún endaði í 110. sæti en alls komust 41 áfram á lokastigið. Valdís Þóra var 10 höggum frá því að komast áfram.

Lokastaðan:

Alls voru leiknir fjórir hringir en alls komust 216 keppendur inn á 2. stigið.

Valdís Þóra hefur á undanförnum vikum dvalið við æfingar í Bandaríkjunum. Hún hefur m.a. æft hjá Tómasi Aðalsteinssyni.  Hann er með meistaragráðu í íþróttasálfræði frá John F. Kennedy University í Kaliforníu og veitir ráðgjöf og fræðslu um hugarþjálfun í golfi og öðrum íþróttum.

Tómas Freyr er aðstoðarprófessor við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum og er yfirþjálfari kvennagolfliðs skólans.

Listi fyrir keppendur á 2. stigi úrtökumótsins: 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ