Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar.
Mótið heitir Andalucia Costa del Sol Open Espana og er leikið á La Quinta vellinum.
Valdís, sem er úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi, lék tvo fyrstu hringian á 76-76 eða +10 samtals. Hún er í 81. sæti og var hún fjórum höggum frá því að komast áfram.
Valdís Þóra, sem er úr Golfklúbbnum Leyni, er í 33. sæti á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Valdís Þóra er örugg með keppnisrétt á næsta tímabili á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.
Mótið á Spáni er 12 mótið á tímabilinu hjá Valdís Þóru. Besti árangur hennar er 3. sætið á móti sem fram fór í Ástralíu snemma á þessu ári. Valdís hefur tvívegis endað í 3. sæti á LET Evrópumótaröðinni – og er það besti árangur sem íslenskur atvinnukylfingur hefur náð á atvinnumóti í efsta styrkleikaflokki.