Helgi Bragason hefur gegnt formennsku í Golfklúbbi Vestmannaeyja allt frá árinu 2001. Helgi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið á næsta aðalfundi GV.
Í formannstíð Helga hefur rekstur GV tekið miklum breytingum en klúbburinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á þessu ári.
Helgi fékk viðurkenningu fyrir störf sín í þágu golfhreyfingarinnar á formannafundinum sem fram fór 24. nóvember s.l. í Grindavík.
Þar veitti Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, Helga gullmerki golfsambandsins.