Auglýsing

Aðalfundur GKG var haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 29. október. Guðmundur Oddsson var endurkjörinn sem formaður GKG á fundinum. Rekstur klúbbsins skilaði 29 milljónum í EBITDA hagnað.

Ýmsir tekjupóstar sem tengdust sumrinu á borð við vallargjöld, útleigu golfbíla, bolta á æfingasvæði og golfmót voru um 10 milljónir undir áætlun á meðan heilsársrekstrarliðir á borð við námskeið kennslu og útleigu golfherma jukust á milli ára.

Að teknu tilliti til afskrifta sem eru tæpar 20 milljónir króna og fjármagnsliða sem eru 15 milljónir, þá er rekstrartap upp á rúmar 6 milljónir.

Fjármagnsliðirnir eru háir því GKG greiðir vexti af lánum sem sem tekin voru á móti styrkjum frá Sveitafélögunum. Þau lán verða greidd upp á næsta ári.

Framundan eru spennandi tímar hjá GKG því Garðabær stefnir að því að byggja fjölnota íþróttahús þar sem núverandi höggsvæði klúbbsins er. Við þá breytingu verður íþróttamiðstöð GKG stækkuð um 800 fm og æfingasvæði fyrir lengri högg verður fært innanhúss. Við þær breytingar verður lagður metnaður í uppbyggingu stutta spils æfingasvæðis utanhúss fyrir högg upp í 150m.

Í fyllingu tímans verðu byggður nýr 9 holu völlur sem mun teygja sig niður að Vífilstaðavatni. Þegar hann verður tilbúinn mun Mýrin leggjast af sem golfvöllur. Vakin var sérstök athygli á því að engin röskun verður á völlum GKG né aðgengi að Leirdalsvelli og Mýrinni næstu árin.

Að venju var háttvísisbikar GSÍ veittur þeim unga kylfingi sem þykir hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar árangur og framfarir, ástundun, metnað til að ná langt, félagsanda og ekki síst fyrirmynd annarra félagsmanna, ungra sem aldna hvað varðar háttvísi innan vallar sem utan. Háttvísisbikarinn 2018 hlaut Jón Gunnarsson.

Frá vinstri: Guðmundur Oddson formaður GKG, Jón Gunnarsson og Úlfar Jónsson afreksstjóri GKG.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ