/

Deildu:

Frá vinstri: Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA á Íslandi, David og Victor Viktorsson.
Auglýsing

David George Barnwell er PGA kennari ársins 2018 en hann er PGA kennari hjá Golfklúbbi Reykjavíkur.

Það eru samtökin PGA á Íslandi sem standa fyrir þessari kosningu og komu sjö til greina í valinu að þessu sinni

David Barnwell hefur starfað sem yfirþjálfari barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur í fjölda ára og gert góða hluti með nokkrum af efnilegustu kylfingum landsins.

„Þvílíkur heiður að vera ykkar kennari ársins,“ sagði Barnwell á Facebook síðu sinni. „Mig langar bara að þakka öllum PGA kennurunum sem kusu mig sem kennara ársins 2018 og á sama tíma óska hinum 7 kennurunum til hamingju með tilnefninguna. Að sjálfsögðu eiga Snorri Páll Ólafsson og Ingi Rúnar Gíslason viðurkenninguna jafn mikið skilið. Þvílíkt teymi sem þetta var.“

PGA kennarar ársins frá upphafi:

2007: Árni Jónsson
2008: Staffan Johannson
2009: Arnar Már Ólafsson
2010: Brynjar Eldon Geirsson
2011: Derrick Moore
2012: Sigurpáll Geir Sveinsson
2013: Magnús Birgisson
2014: Heiðar Davíð Bragason
2015: Derrick Moore
2016: Derrick Moore
2017: Derrick Moore
2018: David George Barnwell

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ