Dagana 15. og 16. febrúar fer fram ráðstefna á vegum Samtaka Íþrótta- og golfvallastarfsmanna (SÍGÍ) í golfskálanum hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.
Á ráðstefnunni eru ýmis áhugaverð efnistök og verður farið yfir mörg svið sem vallarstjórar þurfa að huga að í dag.
Á meðal fyrirlesara eru einstaklingar sem eru leiðandi í sínu starfi í heiminum.
Á föstudeginum 15. febrúar verður t.a.m. velt upp spurningum um gervigrasvelli.
Þar verður reynt að koma öllum sjónarmiðum á framfæri sem viðkoma gervigrasvöllum, eins og t.d. notkunargildi og umhverfis- og hagkvæmnissjónarmiðum.
Dagurinn endar á opnum pallborðsumræðum þar sem umræðuefnið verður krufið til mergjar.