Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.
Ef bolti þinn lendir í ómögulegri stöðu í glompu og þú treystir þér ekki til að slá upp úr glompunni hefurðu nú nýjan kost við að taka víti.
Gegn tveimur vítahöggum geturðu dæmt boltann ósláanlegan og látið bolta falla utan glompunnar, á eða við beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn lá í glompunni.
Að slá högg upp úr djúpum glompum reynist mörgum erfitt. Þetta hefur skapað vandamál í höggleikskeppnum þar sem leikmenn þurfa að ljúka leik á öllum holum. Með þessari nýjung er komið í veg fyrir að leikmenn „festist“ í glompum, þar sem þeir hafa nú alltaf kost á að dæma boltann ósláanlegan og taka víti upp úr glompunni.
Sjá reglu 19.3b