Fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ þar sem fjallað er um breytingarnar á golfreglunum.
Í fyrri reglum máttirðu velja hvaða kylfu þú notaðir við að mæla kylfulengdir, t.d. þegar þú tókst víti.
Nú er kylfulengdin föst fyrir hvern leikmann í hverjum hring, þ.e. kylfulengdin er lengd lengstu kylfunnar sem þú ert með í golfpokanum, að pútternum undanskildum.
Með þessari breytingu er komið á meira samræmi í stærð lausnarsvæðis á milli leikmanna, t.d. þannig að leikmenn með langa púttera njóti ekki stærra lausnarsvæðis en aðrir.
Sjá skilgreiningu á kylfulengd